Ef það er einhver græja sem gleymist inni í skáp og fær mjög litla athygli nema þegar þess er þörf, þá er það straujárnið. Það er ekki fyrr en við þurfum að nota það sem við áttum okkur á því að það er þörf á að þrífa það líka. Þú finnur það best þegar járnið er hætt að fljóta mjúklega yfir flíkina þína þegar þú rennir henni yfir.
Svona þrífur þú straujárnið með eldhúsrúllu
- Þegar eitthvað situr fast eða klístrað á járninu og þú tímir ekki að nota tuskuna kemur eldhúsrúllan að góðum notum
- Stilltu járnið á mesta hita
- Slökktu á gufustillingunni
- Renndu járninu yfir gott lag af eldhúspappir þar til járnplatan er hætt að klístra
Svona þrífur þú straujárnið með tannkremi
- Notið hvítt tannkrem í þessu tilviki en ekki gel
- Hafið slökkt á járninu og sjáið til þess að það sé alveg kalt
- Nuddið hvítu tannkremi á plötuna
- Þurrkið af með rökum klút