Lífrænir drykkir njóta vinsælda

Smyrjurnar frá fyrirtækinu hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Smyrjurnar frá fyrirtækinu hafa notið gríðarlegra vinsælda.

Gríðarlega vel hefur verið tekið á móti lífrænu Rudolfs - Bio Smoothie drykkjunum frá Myndform ehf., en um er að ræða spennandi nýjung á markaði smoothie-drykkja hér á landi. Drykkirnir eru nú fáanlegir í verslunum og hafa móttökurnar ekki látið á sér standa. Hafa þeir nú selst í þúsundatali að er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Drykkirnir fást nú í verslunum. Um er að ræða 100% lífræna hágæða smoothie drykki sem innihalda einungis blönduð ber, ávexti og safa. Í þeim eru engin litarefni eða gervibragðefni, enginn viðbættur sykur auk þess að vera án allra rotvarnarefna. Drykkirnir bera jafnframt lífræna vottun Græna laufsins frá Evrópusambandinu. 

Markaður sem veltir 30,7 milljörðum evra

Markaður fyrir lífræna vöru í Evrópu er í stöðugum vexti og veltir í dag um 30,7 milljörðum evra á ári. Með lífrænni vottun er átt við vörur þar sem tryggð eru hæstu gæði matvæla, umhverfisvernd og velferð dýra í öllu ferli við framleiðslu, meðhöndlun, flutning og geymslu matvæla.

Fyrirtækið Lat Eko Food framleiðir Bio Smoothie-drykkina og hefur náð miklum árangri á sviði lífrænna vara. Nú er fyrirtækið leiðandi á umræddum markaði. Hér á landi er nú hægt að fá talsverðan fjölda af framangreindum drykkjum en auk þess eru fáanlegar fimm tegundir af ávaxta- og grænmetissmyrjum. 

Bio smoothie-drykkirnir.
Bio smoothie-drykkirnir.

Merkileg saga fyrirtækisins

Saga Lat Eko Food er ansi merkileg, en fyrirtækið var stofnað í Lettlandi fyrir hartnær tíu árum. Drykkirnir, Rudolfs - Bio Smoothie, eiga jafnframt rætur að rekja til ungs drengs, Rudolfs, þar í landi.

Þar sem fullbúinn matur í Lettlandi var af skornum skammti á þessum tíma brá móðirin á það ráð að framleiða heimagerðan barnamat úr lífrænum hráefnum. Frá þeim tíma er nú mikið vatn runnið til sjávar en í dag er fyrirtæki hennar eitt leiðandi fyrirtækja á markaði lífrænna drykkja. 

mbl.is