Spennandi nýjungar í Bónus

Ljósmynd/Aðsend

Bónus hóf nýlega sölu á fjórum nýjum grænmetisréttum í neytendaumbúðum. Réttirnir eru einnig vegan og hafa grænkerar landsins beðið í ofvæni eftir tilbúnum vegan réttum á góðu verði ef marka má viðtökurnar.

Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus segir að ákvörðunin um að hefja framleiðslu og sölu á réttum sem þessum sé í takt við óskir viðskiptavina Bónus og óneitanlega sé hægt að sjá breytingar í neysluvenjum Íslendinga sem hugi nú frekar að grænna mataræði.

„Salan á réttunum hefur farið vel af stað og erum við hjá Bónus virkilega ánægð með viðtökurnar. Það er greinilegt að landsmenn eru sólgnir í næringarríka rétti sem aðeins þarf að hita og þannig spara sér bæði tíma og fyrirhöfn. Einn skammtur vegur 400 grömm og er fullkominn fyrir einn fullorðinn eða sem meðlæti með öðrum mat. Skálin undan réttinum er að auki 100% endurvinnanleg og hægt að flokka með öðru plasti. Það er okkar hjartans mál að gera umbúðirnar okkar umhverfisvænni og munum við halda áfram að vinna að því mikilvæga verkefni, ásamt því að halda áfram frekari þróun á tilbúnum réttum sem létta viðskiptavinum lífið,“ bætir Baldur við.

Grænmetisréttirnir fjórir eru: austurlenskur, indverskt dahl, mexíkóskur og chili sin carne og eru fáanlegir í öllum verslunum Bónus um land allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert