Stórfréttir fyrir Quality Street-aðdáendur

Nú getur þú valið uppáhalds molana þína í eina dós, …
Nú getur þú valið uppáhalds molana þína í eina dós, fyrir jólin. mbl.is/ Quality Street

Við eigum öll okkar uppáhaldskonfektmola frá Quality Street – og flest okkar kannast við að sömu molarnir verða alltaf eftir í dósinni, sem enginn borðar. En ekki lengur!

Frá og með deginum í dag geturðu pantað þína uppáhaldsblöndu í dós. Hér ræður þú algjörlega ferðinni, þá hvaða molar eiga að vera í þinni dollu – viltu hafa þá alla þríhyrnda og græna eða ertu meira fyrir fjólubláu eða jafnvel gulu karamellurnar?

Eins er í boði að láta merkja dósirnar með nafninu sínu, þá fer ekkert á milli mála hver á hvaða konfektdós  nú eða ef þú vilt gefa sætindin áfram sem gjöf.

Þeir sem vilja blanda sína eigin veislu í dollu geta skoðað málið nánar HÉR.

mbl.is/ Quality Street
mbl.is