Fritz Hansen endurgerir vintage-gersemi

Húsgagnaframleiðandinn endurgerir stólinn Carimate í tilefni að 100 ára afmæli …
Húsgagnaframleiðandinn endurgerir stólinn Carimate í tilefni að 100 ára afmæli Vico Magistretti. mbl.is/Fritz Hansen

Húsgagnaframleiðandinn Fritz Hansen endurgerir stól sem hefur verið „vintage“ í gegnum árin. Og útkoman er geggjuð!

Á þessu ári hefði hinn frægi hönnuður, Vico Magistretti, orðið 100 ára gamall. Fritz Hansen fagnar þessum stóra áfanga með afmælisútgáfu af stólahönnuninni Carimate. En vinsældir stólsins hafa aukist til muna í gegnum árin, og í raun svo mikið að gamlir stólar hafa gengið kaupum og sölum á uppboðsvefum eins og Apartment og Lauritz.com.

Stóllinn, Carimate, var upphaflega hannaður árið 1959 og það fyrir gólfklúbb norður af Mílanó – en það er einmitt þaðan sem stóllinn dregur nafn sitt.

Nú er stóllinn kominn aftur í framleiðslu og það með nokkrum tilfærslum til að tryggja betri þægindi og endingu. Fléttaða stólsessan hefur fengið upphalningu og því mun sterkari en áður. Eins er stólbakið nú í betri hæð, rétt eins og sætishæðin – allt til að auka á þægindin.

Fritz Hansen heldur einnig upphaflegu lögun stólsins og litaval – en stóllinn er fáanlegur í svörtu og rauðu til að heiðra áratuga gamla hönnun.

Hönnunin er tímalaus og smart.
Hönnunin er tímalaus og smart. mbl.is/Fritz Hansen
mbl.is/Fritz Hansen
mbl.is