Spaghettíhamborgari er nýjasta æðið

Hamborgari með djúpsteiktu spaghettí er það heitasta í dag.
Hamborgari með djúpsteiktu spaghettí er það heitasta í dag. mbl.is/Honest Burgers

Þetta er engin lygasaga! Það eru til djúpsteiktir spaghettíhamborgarar þarna úti sem fólk sækir í af miklum áhuga.

Veitingastaðurinn Honest Burgers í London hefur gefið út djúpsteiktan spaghettíborgara í samvinnu við pastastaðinn Pastaio. Hamborgaranum fylgir hunangs-mæjó og reyktur mozzarellaostur sem þykir einstaklega ljúffengt með borgaranum. Djúpsteikta spaghettíið er sett á hann í lokin og setur punktinn yfir i-ið.

Spaghettíið er glútenfrítt og er í fyrstu soðið, því næst kælt og svo djúpsteikt. Eftir það er það sett á milli, hjá mozzarellaostinum og mæjónesinu. Og þeir sem hafa smakkað segja bragðið engu líkt – spaghettíið sé stökkt og geri borgarann sérstakan. Nokkrir ítalskir pastaaðdáendur þarna úti hafa gefið borgaranum fullt hús stiga, en djúpsteikt pasta er þekkt víðsvegar um Ítalíu.

Þetta er alls ekki hamborgari fyrir þá sem teja kalóríur.
Þetta er alls ekki hamborgari fyrir þá sem teja kalóríur. mbl.is/Honest Burgers
mbl.is