Fyrsti appelsínuguli vínbarinn opnaður

Í London hefur bar opnað, sem geymir appelsínugultóna vín á …
Í London hefur bar opnað, sem geymir appelsínugultóna vín á matseðlinum. mbl.is/Instagram_SilverLining

Ef þú hefur ekki heyrt um appelsínugult vín áður, þá er ekkert að óttast – því nýr vínbar hefur verið opnaður í London þar sem þú færð allar þær upplýsingar sem þú þarft.

Fyrsti appelsínuguli vínbarinn hefur litið dagsins ljós og það er teymið á bak við veitingastaðinn Silver Lining. En veitingastaðurinn hefur breyst í bar sem er tileinkaður appelsínugulum efnum og hér getur þú tekið sopann í góðra vina hópi eða gripið með þér flösku til að taka með heim.

Appelsínugult vín er í raun afurð af því þegar „húðin“ á ljósum vínberjum er skilin eftir meðan á gerjuninni stendur – en venjan er að taka hana af þegar hvítvín er framleitt. Með þessari aðferð er appelsínugulur drykkur búinn til sem gefur beiskara og aðeins flóknara bragð. Og drykkurinn verður æ vinsælli þar sem ferlið í kringum hann er mun náttúrulegra og minna inngrip en í annarri vínframleiðslu.

Áður bauð Silver Lining upp á appelsínugult vín á vikulegum „appelsínugulum miðvikudögum“ en hefur heldur betur fleytt þróuninni áfram og býður upp á 50 mismunandi flöskur af víninu. Á matseðlinum má einnig finna franska osta, sardínur úr dós, súrar gúrkur, ansjósur, reyktar möndlur og fleira.

mbl.is/Getty/Metro.co.uk
mbl.is