Vinsælasta morgunkorn heims á sér sérstaka sögu

Eitt vinsælasta morgunkorn heims á sér sérstaka sögu.
Eitt vinsælasta morgunkorn heims á sér sérstaka sögu. mbl.is/boxed.com

Kellogg's Corn Flakes kann að virðast fullkomlega heilnæmur og saklaus morgunverður en á sér frekar furðulega sögu.

Þetta vinsæla morgunkorn var fyrst framleitt árið 1894 af bræðrunum Will Keith og John Harvey Kellogg og var upphaflega búið til sem holl matvara fyrir sjúklinga á heilsuhúsi sem John Harvey starfaði á  og þá varla með neinum bragðefnum.

Það kann að virðast skrítið að einhver búi vísvitandi til bragðlausan mat, en það var allt hluti af öfgafullu mataræði, kynnt af kirkjunni hans Johns Harveys, sem miðaði að því að bæla niður ástríðu. John var sjöunda dags aðventisti, sem beitti sér fyrir ströngu grænmetisfæði án áfengis, koffíns eða kjöts. John var heitttrúaður um bindindi og taldi kynlíf og sjálfsfróun óeðlilegt og óhollt.

Í bók sinni, Plain Facts for Old and Young: Embracing the Natural History and Hygiene of Organic Life, lýsti hann því sem hann taldi vera neikvæð áhrif sjálfsfróunar. Hann sagði skapsveiflur, slæma líkamsstöðu, unglingabólur, skalla, stífa liði, hjartsláttarónot, sem og smekk fyrir sterkum mat vera aukaverkanir hins „viðurstyggilega“ glæps. Til að berjast gegn hugsanlegri löngun vann hann að því að fólk gæti hamið kynferðislegar hvatir með því að búa til bragðlausar kornflögur sem innihéldu engan sykur.

Will Keith Kellogg fór fram á að framleiða morgunkornið með sykri til að ná til breiðari markhóps en það féll ekki í kramið hjá bróður hans John. Hann stofnaði því sitt eigið fyrirtæki, „Kellogg Company“, eftir lagabaráttu á milli þeirra bræðra sem lauk árið 1896. Árið 1928 kom svo annað þekkt morgunkorn á markað, Rice Krispies, og hefur haldið vinsældum síðan þá.

Mbl.is/ Newscast/Universal Images Group via Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert