Kynna til sögunnar nýjan ofurborgara

Nýji borgarinn er 30% fita sem tryggir einstök bragðgæði.
Nýji borgarinn er 30% fita sem tryggir einstök bragðgæði.

Við fögnum því alltaf þegar neytendum bjóðast spennandi nýjungar og nú kynnir Hagkaup til sögunnar nýjan hamborgara hæglega má skilgreina sem ofurborgara.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups er einstaklega spenntur að kynna nýja hamborgarann og bendir á að hamborgarar séu ein mest selda varan í Hagkaup og að nýjungar á því sviði hafa alla jafna vakið sterk viðbrögð samanber íslenska rib-eye borgarann sem kom á markaðinn fyrr á árinu.

„Kjötsérfræðingar vilja meina að bragðið liggi í fitunni og erum við hjá Hagkaup hjartanlega sammála þeirri staðhæfingu. Þessir sígildu hamborgarar eru oftast 15 til 20% fita og ákváðum við að sjá hvað myndi gerast ef við myndum hækka hlutfallið upp í 30% fitu. Við létum slag standa og er útkoman komin í verslanir Hagkaups. Þetta er mögulega besti hamborgarinn á markaðnum í dag og gerður úr 100% íslensku nautakjöti. Hann fær að njóta sín hvað best ef hann er grillaður þar sem fituhlutfallið er hátt,“ segir Sigurður að lokum.


Amerískir dagar hefjast í dag

Margir hafa beðið spenntir eftir endurkomu Amerískra daga í Hagkaup en þeir hefjast í dag í öllum verslunum Hagkaups og standa yfir til mánudagsins 25. október. Eins og áður fyllast búðirnar af nýjum og spennandi vörum. Í þetta skiptið verða um 300 vörur á boðstólnum, og hafa sumar þeirra áður verið í boði en einnig verður hægt að næla sér í nýjan varning í fyrsta sinn hér á landi. Það verður því spennandi að sjá úrvalið í Hagkaup um helgina. Nú sem fyrr mun Hagkaup sjá til þess að vel sé hugað að sóttvörnum í verslunum og eru viðskiptavinir hvattir til að mæta með andlitsgrímu til að vernda sig og aðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert