Helgarmaturinn að hætti Lindu Ben

Ljósmynd/Linda Ben

Við ætlum að hafa það huggulegt um helgina og hver er betur til þess fallin að sjá um helgarmatin en Linda Ben. Hér er hún með andalæri en þeir sem til þekkja vita að það er fátt sem toppar góða önd.

Duck Confit í appelsínusósu með kartöflumús

 • 1 dós niðursoðin andalæri
 • Rósakál
 • Kartöflumús (hér fyrir neðan)
 • Appelsínusósa (hér fyrir neðan)

Aðferð:

 • Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 • Raðið andalærunum í eldfast mót, takið sem mest af fitunni af lærunum fyrst. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30-35 mín.
 • Setjið rósakálið í eldfast mót ásamt örlítið af andarvitunni, u.þ.b. 1 msk, veltið því vel upp úr, kryddið með salti og bakið inn í ofni í 30-35 mín.
 • Útbúið sósuna og kartöflumúsina á meðan þetta er inn í ofni.

Appelsínu sósa

 • 100 g sveppir
 • 1 msk smjör
 • 4 msk sykur
 • 1 dl vatn
 • 1 dl hvítvín
 • 1 tsk hvítvínsedik
 • 4 dl nýkreistur appelsínusafi
 • 400 ml vatn
 • 1 msk andakraftur
 • 50 g kalt smjör í teningum
 • Salt og pipar
 • Sósu þykkir eftir þörf

Aðferð:

 1. Setjið sykur og vatn á pönnu og leyft að sjóða þar til karamellan hefur brúnast.
 2. Skerið niður sveppina og steikið upp úr smjöri á annari pönnu.
 3. Hvítvíninu og hvítvínsedikinu er bætt út á karamelluna, hrærið saman við og soðið þar til sósan er orðin þykkt síróp.
 4. Hellið appelsínusafanum út á og hrærið saman við. Sósan er látin sjóða niður u.þ.b. helming.
 5. Bætið vatninu, sveppunum og kraftinum út í og þykkið með sósu jafnara, hrærið vel í.
 6. Slökkvið undir sósunni og bætið smjörinu út í, hrærið í sósunni og passið að hún sjóði ekki eftir að smjörið hefur farið út í.
 7. Smakkið til með salti og pipar.

Kartöflumús

 • 1000 g forsoðnar kartöflur
 • 100 g smjör
 • 1 ½ dl mjólk
 • 1 msk sykur
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Setjið kartöflurnar í hrærivél eða stappið með kartöflustappara. Bræðið smjörið og blandið saman við ásamt mjólkinni.
 2. Kryddið til með salti og pipar.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is