Íslenskt þarapasta á markað

Áhugi Íslendinga á neyslu þara er mikill og eykst sífellt; ekki síst í ljósi þess að joðskortur er í fyrsta skipti mælanlegur hér á landi en þari inniheldur einmitt mikið af joði og öðrum lífsnauðsynlegum steinefnum. Karen Jónsdóttir, sem á og rekjur Kaju Organic og Matbúr Kaju á Akranesi, hefur sett á markað þarapasta sem er framleitt af henni sjálfri og lífrænt.

Um er að ræða hefðbundið ferskt lífrænt tagliatelli-pasta sem búið er að setja þaraduft saman við. Útkoman er að sögn Kaju einstaklega vel heppnuð og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum. Pastað sé afar bragðgott og með þessu móti geti fólk fengið sinn ráðlagða dagskammt af joði.

Pastað er fáanlegt í Melabúðinni og Hagkaup.

Karen Jónsdóttir eða Kaja er konan á bak við þarapastað.
Karen Jónsdóttir eða Kaja er konan á bak við þarapastað. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »