KitchenAid á 67.999 krónur

Ljósmynd/KitchenAid

Aðdáendur Costco á Íslandi eru margir og það borgar sig að fylgjast með tilboðunum hjá þeim því þar kennir ýmissa grasa.

Þessa dagana er tilboð á KitchenAid hrærivél sem kostar í Costco 67.999 krónur sem er umtalsvert ódýrara en gengur og gerist. Vélin er dökkgrá en ekki er ljóst hvort fleiri litir eru í boði.

Tilboð þetta er því væntanlega mikill hvalreki fyrir þá sem hyggjast fjárfesta í hrærivél á næstu misserum.

mbl.is