Sigurður náði 4. sæti í Bocuse d´Or - var með besta fiskréttinn

Þráinn Freyr, Gabríel, Sigurður og Sturla.
Þráinn Freyr, Gabríel, Sigurður og Sturla.

Nú rétt í þessu var kunngjört að Ísland hefði náð fjórða sætinu í Bocuse d´Or sem fram fer í Tallin í Eistlandi. Jafnframt hlaut Ísland verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Það er Sigurður Laufdal sem keppir fyrir Íslands hönd en árangurinn tryggir þáttökurétt í lokakeppni Bocuse d´Or sem fram fer í Lyon í Frakklandi á næsta ári.

Norðurlandaþjóðirnar stóðu sig með prýði en Norðmenn lentu í fyrsta sæti, Danir í öðru og Svíar í því þriðja. Alls kepptu 16 þjóðir um að fá að keppa í lokakeppninni en tíu efstu þjóðirnar tryggja sig inn í aðalkeppnina í Lyon.

Sigurður hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 16 dómara. Þjálfari Sigurðar er Þráinn Freyr Vigfússon, Bocuse d´Or keppandi 2011, og aðstoðarmaður er Gabríel Kristinn Bjarnason .

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert