Kanilsnúðakaka sem þú verður að prófa

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Það er sjálf Berglind Guðmundsdóttir á GRGS sem á heiðurinn af þessari snilldarkanilsnúðaköku sem er vel þess virði að prófa.

Himnesk kanilsnúðakaka

 • 1 egg
 • 50 g sykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 50 g olía
 • 200 g hveiti
 • 2 tsk. lyftiduft
 • hnífsoddur salt
 • 1 1/2 dl mjólk

Fylling

 • 100 g smjör, mjúkt
 • 50 g púðursykur
 • 1 msk. kanill
 • 1 msk. hveiti
 • flórsykur fyrir glassúr

Aðferð:

1. Hrærið egg, sykur, vanillusykur og olíu saman þar til blandan er orðin létt og ljós.

2. Sigtið hveiti, lyftiduft og salt saman og bætið saman við hitt ásamt mjólkinni. Hrærið saman.

3. Setjið smjörpappír í bökunarform 15x25 cm og látið deigið þar í.

4. Fylling: Hrærið saman smjöri, púðursykri, kanil og hveiti og látið yfir deigið með tsk, ýtið því aðeins niður í deigið.

5. Bakið í 180°C heitum ofni í 30 mínútur. Takið úr ofni og kælið.

6. Gerið glassúr með því að blanda vatni saman við flórsykur. Hrærið vel saman og setjið yfir kökuna.

mbl.is