Gordon Ramsay ósáttur: „Þetta er ekki broddgöltur!"

Ramsay og broddgölturinn!
Ramsay og broddgölturinn! Ljósmynd/skjáskot af TikTok

Það toppar enginn Gordon Ramsay þegar kemur að því að lesa mönnum pistilinn og TikTok virðist hafa eignað sér þennan meistara. Fólk hvaðanæva keppist við að tagga hann á myndböndin sín í þeirri von að fá útreið frá honum og þegar það tekst er útkoman alla jafna stórkostleg.

Eins og í myndbandinu hér að neðan þar sem Ramsay fer mikinn og minnir á að þetta eigi að vera eldamennska, ekki tími í nálastungum, og að verið sé að elda kjúkling – ekki broddgölt!

mbl.is