Besta leiðin til að steikja nautahakk

Hvernig er best að steikja hakk á pönnu?
Hvernig er best að steikja hakk á pönnu? mbl.is/

Ertu í hópi þeirra sem vilja enga „köggla“ í steiktu nautahakki og hamast á pönnunni með sleifinni til að ná öllu hakkinu sem mest í sundur á meðan það steikist. Ekki lengur!

Ráðagóð húsmóðir deildi því á samfélagsmiðlunum hvernig best sé að steikja nautahakk og sleppa við alla kekki og að það steikist jafnt á sama tíma. Ami frá Suður-Wales sagðist nota pískara til að brúna hakk á pönnu og ná þannig að steikja það fullkomið án kekkja.

Hjá BBC Good Food halda þeir því fram að maður eigi að setja nautahakkið í skömmtum á pönnuna því ef við setjum allan pakkann í einu séu meiri líkur á að það dragi úr hitastigi pönnunnar og kjötið missi vökvann og verði grátt í staðinn fyrir brúnt. Eins á að leyfa hakkinu að ná góðum lit áður en við byrjum að brjóta það upp og snúa því við.

Besta leiðin til að brjóta upp hakk-köggla er að nota …
Besta leiðin til að brjóta upp hakk-köggla er að nota pískarann í verkið. mbl.is/huntermums
mbl.is