Guðrún Sörtveit bakaði einfaldar kökur fyrir átta mánaða dóttur sína

Ungbarnakökur eru korter frá því að verða það heitasta heitt ef marka má þessa snilld sem áhrifavaldurinn Guðrún Sörtveit deildi á instagramsíðu sinni.

Hér blandar hún saman nokkrum hráefnum og býr til einfalda köku sem er samt ljúffeng og holl. Ekki spillir fyrir að kökurnar eru bakaðar í undurfögrum formum sem setja punktinn yfir i-ið. Kökurnar bakaði Guðrún fyrir átta mánaða dóttur sína sem fannst þær æðislegar. „Ég skar kökurnar í litla bita og setti ósaltað smjör á þá,“ segir Guðrún og bætir við að þetta sé ótrúlega einföld og góð uppskrift.

Undurfagrar ungbarnakökur

  • 1 egg
  • 3 dl hafrar
  • 1/2 möndlumjólk
  • 1-2 The Yellow One-skvísa frá Ella’s Kitchen
  • bláber

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman nema bláberjum í Nutribullet og blandið vel.
  2. Setjið síðan bláberin í.
  3. Passa bara að blanda ekki of mikið í Nutribulletnum; því meira sem maður blandar því fínna verður deigið.
  4. Bakið á 180 gráðum í 10 mínútur. 




View this post on Instagram

Fjölskyldan mín. 🤍 - 📸 @hildurerla

A post shared by G U Ð R Ú N S Ø R T V E I T (@gudrunsortveit) on Oct 12, 2020 at 9:56am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert