Kökuslys aldarinnar

Kona nokkur pantaði köku af fagaðila og þetta er úkoman.
Kona nokkur pantaði köku af fagaðila og þetta er úkoman. Mbl.is/BiPM MEDIA

Þessi kaka verður seint toppuð! Enda vonum við að enginn komi til með að toppa þetta kökuslys sem nýverið átti sér stað í stórafmæli.

Kona nokkur frá Bretlandi lýsti vonbrigðum sínum yfir köku sem hún pantaði hjá fagaðila eða bakaríi sem kallast Caker Street og er í London. Kakan átti að vera í þrítugsafmæli hjá manni konunnar og líkjast vatni með lítilli bryggju, fiskum, veiðistöng og skilti með heillaóskum. Fyrirmynd að kökunni var að finna á heimasíðu bakarísins. En annað kom á daginn þegar kakan barst í hús.

Kakan var langt frá þeirri fyrirmynd sem bakarinn gaf sjálfur upp á heimasíðu sinni, og einnig fundust hundahár á kökunni þegar konan opnaði kassann. Meira að segja nafn mannsins hennar var ekki skrifað með stórum bókstaf. Eftir að hafa deilt myndum af kökunni á samfélagsmiðlum voru fleiri sem tóku undir eftir að hafa lent í svipaðri reynslu hjá sama bakara. Samkvæmt heimildum hefur bakarinn eytt út prófíl sínum eftir atvikið, en hann rukkaði 50 pund fyrir kökuna, eða í kringum 9.000 krónur.

Eins og sjá má, er erfitt að ímynda sér fyrirmyndina …
Eins og sjá má, er erfitt að ímynda sér fyrirmyndina að kökunni. Mbl.is/BiPM MEDIA
Fyrirmyndin að kökunni á heimasíðu bakaríisins.
Fyrirmyndin að kökunni á heimasíðu bakaríisins. Mbl.is/Caker Street
mbl.is