Liturinn sem mun ráða ríkjum í eldhúsinu 2021

Litasérfræðingurinn Benjamin Moore hefur gefið út lit ársins 2021.
Litasérfræðingurinn Benjamin Moore hefur gefið út lit ársins 2021. mbl.is/BenjaminMoore

Litasérfræðingurinn Benjamin Moore hefur gefið út lit ársins 2021 og hann er geggjaður í eldhúsið.

Benjamin Moore þykir einn sá besti þegar kemur að litavali og ef marka má lit næsta árs, þá erum við að sjá lit sem hefur róaandi áhrif á líkama og sál. Liturinn kallast Aegean Teal 2136-40, en hann þykir yfirvegaður og hjálpar þér að endurstilla þig í amstri dagsins.

Á heimasíðu fyritækisins segja þeir okkur að næra andann með sólbökuðum litbrigðum í litapallettu komandi árs. Litapallettan inniheldur tólf nýja liti sem geisla af hlýju og vellíðan – og láta heimilið líða enn meira eins og „heima“.

Benjamin Moore kynnti lit ársins með gullfallegum eldhúsmyndum þar sem liturinn fær að skarta sínu fegursta. Og sýnir okkur hvernig nota má litinn m.a. til að fríska upp á gamla eldhúsinnréttingu. Hægt er að skoða litina nánar HÉR.

Gullfallegur og róandi litur í eldhúsið.
Gullfallegur og róandi litur í eldhúsið. mbl.is/BenjaminMoore
mbl.is/BenjaminMoore
mbl.is/BenjaminMoore
mbl.is