Slegist um aðventuöskjur Omnom

Ljósmynd/Omnom

Súkkulaðigerðin Omnom er stöðugt að koma á markað með sniðugar árstíðabundnar nýjungar sem njóta mikilla vinsælda. Nýjasta afurð fyrirtækisins er aðventuaskja en hún samanstendur af fjórum boxum sem hvert um sig inniheldur eina gerð sætinda frá Omnom.

Í aðventuöskjunni má m.a. finna:

  • Ristaðar möndlur hjúpaðar í Madagascar 66% súkkulaði ásamt þurrkuðum hindberjum.
  • Mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði.
  • Saltaðar möndlur hjúpaðar með girnilegu Sea Salted Toffee.
  • Milk of Nicaragua-húðaðar heslihnetur.

Öskjurnar eru einungis fáanlegar í takmörkuðu upplagi og er hægt að tryggja sér eintak í vefverslun Omnom en öskjurnar verða einungis fáanlegar í verslun Omnom og í vefversluninni omnom.is.

Það er því ekki seinna vænna að tryggja sér öskju því samkvæmt heimildum Matarvefsins renna þær út eins og heitar lummur.

Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
mbl.is