Fimm stjörnu kjúklinga-taco!

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Fjögurra stjörnu hefði dugað en fimm stjörnu er eitthvað sem enginn ræður við. Hér er það Beglind Guðmunds á GRGS.is sem skellir í taco og gerir það með hvelli. Klárlega eitthvað sem við þurfum að prófa.

Fimm stjörnu kjúklinga-taco!

Fyrir fjóra

 • 1 kg kjúklingalæri frá Rose poultry
 • 12 tortillur
 • nachos, mulið
 • mozzarella, rifinn

Marinering

 • 4 msk. ólífuolía
 • 2 msk. hvítvínsedik
 • 3 tsk. chilíduft
 • 1 1/2 tsk. salt
 • 1 tsk. laukduft
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • 1/2 tsk. cumin (ekki kúmen)
 • 1/2 tsk. reykt paprikukrydd
 • 1/2 tsk. svartur pipar
 • safi úr 2 límónum

Blandið öllum hráefnum saman í skál.

Pico de gallo

 • 180 g piccolo tómatar, saxaðir
 • 1/2 rauð paprika, söxuð
 • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • 1/4 laukur, saxaður smátt
 • 2 msk. ólífuolía
 • fersk basilíka, söxuð
 • salt og pipar

Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli þar til borið fram.

Leiðbeiningar

1. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót. Hellið marineringunni yfir og nuddið vel í kjúklinginn. Látið marinerast eins lengi og tími gefst en ekki lengur en tvær klukkustundir.

2. Látið smjör á pönnu og steikið kjúklinginn þar til eldaður í gegn og stökkur að utan. Skerið niður.

3. Hitið tortillur á pönnu og raðið á þær fyrst sýrður rjómi, kjúklingur, pico de gallo og að lokum mulið nachos.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is