Smartbox slá í gegn

Ljósmynd/Fisherman

Fisherman hefur tekið í notkun ný smartbox fyrir fisk og fiskvörur sem Fisherman selur í gegnum netverslun en að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins hefur sala á fiski í netverslun aukist mjög í Covid.

Að sögn Elíasar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Fisherman, eru margir að átta sig á því hversu einfalt og fljótlegt það er að panta fisk á netinu.

„Með tilkomu smartboxa er ekkert mál að panta frosinn fisk frá Fisherman í gegnum vefverslun okkar og fá hann sendan heim að dyrum. Smartboxin vernda vöruna, allt frá vinnslunni okkar á Vestfjörðum og heim til þín, hvar sem þú ert á landinu,“ segir Elías.

„Smartboxin eru hönnuð til að koma í veg fyrir að íshröngl myndist á fiskinum og því óþarfi að íshúða hann í framleiðslu, sem minnkar vatnsmagn í vörunni. Fiskurinn er lausfrystur þannig að það er ekkert mál að taka bara það magn sem þú þarft hverju sinni og geyma restina í hentugum kassa sem passar í öll frystihólf. Þannig tryggir smartboxið hámarksgæði og kemur í veg fyrir matarsóun. Með því að loka bæði smartboxinu og pokanum sem er í honum vel geymist fiskurinn í frysti í heilt ár,“ segir Elías. Viðtökurnar hafi verið framar björtustu vonum sem sé jákvætt þar sem fiskneysla almennings hafi verið á undanhaldi fremur en hitt.

„Hægt er að panta fjölbreyttar vörur frá Fisherman í gegnum vefverslun okkar og fá sendar heim að dyrum í nýju smartboxunum: Frosna ýsu og þorsk í bitum, gellur, humar og rækjur ásamt tilbúnum réttum eins og þorski í raspi, þorski í tempura og gómsætum fiskihakkbollum upp á gamla mátann. Allt er þetta tilbúið til matreiðslu beint úr frysti, bara sett í ofninn, pottinn eða á pönnuna. Nútímakokkar hversdagsins ættu alltaf að eiga eitt smartbox með fiskihakkbollum inni í frysti og draga fram þegar fjölskyldan vil fá gómsætan og kjarngóðan kvöldverð á mettíma,“ segir Elías að lokum og bætir því við að hakkbollurnar séu bestar steiktar á pönnu með smjöri og lauk, bornar fram með kartöflum, grænmeti og tartarsósu frá Fisherman.

Ljósmynd/Fisherman
Ljósmynd/Fisherman
Elíasar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Fisherman.
Elíasar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Fisherman. mbl.is/Aðsend mynd
mbl.is