Le Creuset með nýjungar fyrir jólin

Nýjir bollar undir heitt kakó á köldum vetrarkvöldum frá Le …
Nýjir bollar undir heitt kakó á köldum vetrarkvöldum frá Le Creuset. mbl.is/LE CREUSET

Jólanýjungar Le Creuset fyrir þessi jólin bjóða upp á heita kakóbolla og smákökuát í allan vetur.

Vörulínan kallast Noël, og tekur mið af því að fanga töfra jólahátíðarinnar með vörum skreyttum jólamyndum. Við sjáum níu mismunandi hluti – pott, kakóbolla og kökukrús eru á meðal nýjunganna og allt eins jólalegt og hugsast getur. Eins sjáum við rauðan platta með jólasveinamunstri sem er hugsaður fyrir smákökur og mjólkurglas handa Sveinka sjálfum þegar hann rekur inn nefið á nóttunni.

Pottur og kökukrús með jólalegu munstri.
Pottur og kökukrús með jólalegu munstri. mbl.is/LE CREUSET
Platti sem hugsaður er fyrir smákökur og mjólkurglas handa jólasveininum …
Platti sem hugsaður er fyrir smákökur og mjólkurglas handa jólasveininum sjálfum þegar hann rekur inn nefið á nóttinni. mbl.is/LE CREUSET
mbl.is