Gordon Ramsay hoppar á Dreams-vagninn og hundskammar eldhúsníðing

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay. mbl.is/Masterclass

Það vilja allir taka þátt í Dreams-æðinu sem nú skekur heimsbyggðina eftir að Nath­an Apodaca birti myndband af sér á TikTok þar sem hann söng með laginu og sötraði trönuberjasafa frá Ocean Spray.

Nú hefur Gordon Ramsay bæst í hópinn en tekur tveir-fyrir-einn þar sem hann hundskammar eldhúsníðing í leiðinni ... eins og menn gera ef þeir heita Gordon Ramsay.

@gordonramsayofficial

##duet with @foodmadesimple Afternoon Vibes....did I do this right @420doggface208 ?? ##dreams ##fleetwoodmac ##fyp ##ramsayreacts

♬ Dreams (2004 Remaster) - Fleetwood Mac
mbl.is