Stórkostlegasti veitingastaður síðari ára

Straumlínulaga veitingastaður sem þykir einn sá flottasti.
Straumlínulaga veitingastaður sem þykir einn sá flottasti. Mbl.is/Arch-Exist

Ef þú vilt upplifa eitthvað alveg nýtt og sérstakt verðum við að benda þér á stórkostlegan veitingastað inni í ilmandi skógi.

The Garden Hotpot Restaurant er á jaðri Sansheng Township, í úthverfi Chengdu í Kína. Staðurinn sérhæfir sig í hefðbundinni matargerð þar sem maturinn er borinn fram innan um ilmandi eucalyptus-tré, sem umlykja staðinn.

Það voru MUDA Architects í Chengdu sem hönnuðu veitingastaðinn og til að hafa lágmarksáhrif á umhverfið tóku þau mið af landslagi og vistfræði á staðnum. Náttúrulegt landslag svæðisins er fallegt en flókið og eftir dágóða vinnu varð útkoman þessi: Einföld og létt bygging í bogaformi sem minnir á gufuna sem rís upp úr heitu vatninu allt um kring. Gólfflötur staðarins nær rétt upp fyrir tjarnarbakkann og þak byggingarinnar liggur á grönnum hvítum súlum sem minna á himinhá trén.

Þess má geta að MUDA Architects voru tilnefndir til „Dezeen Awards“ nú á dögunum fyrir hönnun sem tekur vel á móti manni á þessu viðkvæma svæði.

Staðurinn
Staðurinn "flýtur" nánast á tjarnarbakkanum. Mbl.is/Arch-Exist
Heit gufa rýs upp úr heitu vatninu allt um kring.
Heit gufa rýs upp úr heitu vatninu allt um kring. Mbl.is/Arch-Exist
Hvítu súlurnar minna á háu eucalyptus trén í skóginum.
Hvítu súlurnar minna á háu eucalyptus trén í skóginum. Mbl.is/Arch-Exist
Mbl.is/Arch-Exist
mbl.is