Jólakortin í ár eru úr súkkulaði

Súkkulaðkort mun verða vinsælasta kortið og kveðjan í ár.
Súkkulaðkort mun verða vinsælasta kortið og kveðjan í ár. mbl.is/ uncommongoods.com

Jólakortaskrif hafa minnkað með árunum. Sumir senda þó útvöldum jólakort ár hvert – þá vinum og fjölskyldu sem búa jafnvel í öðru landi og saknaðarkveðjan birtist í kortaformi. Þessi jólakort munu í það minnsta slá í gegn!

Þegar þig langar til að gefa eitthvað örlítið meira en kort – en alvörugjöf er aðeins of mikið – þá er þetta súkkulaðikort akkúrat það sem þú leitar að. Þetta er millivegurinn – þar sem dökk súkkulaðiplata með sjávarsalti eða saltaðri karamellu kemur með fallega skreyttu jólakorti og kveðjunni frá þér. Þeir sem vilja vita meira geta nálgast kortin HÉR.

mbl.is