Þekktur Aalto-veitingastaður fær yfirhalningu

Svart-hvíta efnið var vinsælt hjá Aino Aalto á fyrri árum.
Svart-hvíta efnið var vinsælt hjá Aino Aalto á fyrri árum. Mbl.is/Savoy restaurant_Anton Sucksdorff

Engin önnur en Ilse Crawford og samnefnd vinnustofa hennar hófu samstarf með húsgagnavörumerkinu Artek – en verkefnið fól í sér endurbætur á hinum eftirsótta veitingastað Savoy í Helsinki.

Það voru hjónin Aino og Alvar Aalto sem sáu um hönnun á upphaflegu innréttingunum í Savoy árið 1937, þar sem þau hönnuðu rýmið til að endurspegla dálæti sitt á náttúrulegum efnum og þægindum í húsbúnaði. Eftir 80 ára þjónustu veitingastaðarins var samt kominn tími á endurbætur. Því voru Ilse Crawford og Artek, sem upphaflega var stofnað af Aalto-hjónunum, fengin til að hressa upp á rýmið.

Hér var áherslan lögð á einfaldleikann, virkni og félagslega meðvitund með mið af upprunalegum innréttingum og við tók níu mánaða skipulagningarferli áður en hafist var handa. Viðartegundirnar á staðnum höfðu upplitast í gegnum tíðina í sólarljósi og sígarettureyk, og var á meðal þess sem þurfti að laga. Í raun mátti lýsa ferlinu þannig að hér þyrfti að „dusta rykið“ af því sem fyrir var á staðnum.

Árið 1990 voru öll sætin í borðsalnum á Savoy bólstruð með djúpbláu efni sem nú hefur verið skipt út fyrir mjúkan gráan textíl. Lýsing hefur verið bætt og armpúðar á stólum verið vafðir í brúnt leður. Sveppalitað teppi er á gólfi og bekkir sem liggja upp að veggjum eru nú röndóttir svartir-hvítir, en þess má geta að notkun á þessu fallega röndótta efni var vinsælt á fyrri árum hjá Aino.

Fallegt samspil á milli innréttinga og húsgagna.
Fallegt samspil á milli innréttinga og húsgagna. Mbl.is/Savoy restaurant_Anton Sucksdorff
Mbl.is/Savoy restaurant_Anton Sucksdorff
Veitingastaðurinn Savoy í Finnlandi hefur fengið stórkostlega yfirhalningu.
Veitingastaðurinn Savoy í Finnlandi hefur fengið stórkostlega yfirhalningu. Mbl.is/Savoy restaurant_Anton Sucksdorff
mbl.is