Kjötsúpan sem var kosin sú allra besta

Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni Kjötsúpudagsins (sem ekki var unnt að halda með hefðbundnu sniði í ár) var efnt til kosningar um bestu kjötsúpuna. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson var fenginn til að velja fjórar sígildar súpur og að kosningu lokinni kom í ljós að hin sígilda ömmusúpa bar sigur úr býtum.

Það væri hægt að deila lengi um hvað sé innihaldið í klassískri íslenskri kjötsúpu. Hvort setja eigi hrísgrjón eða haframjöl með eða hvað. Kjötsúpur hafa alltaf verið lagaðar á mismunandi hátt eftir heimilum og hver einasta fjölskylda á sína eigin réttu uppskrift.

Ömmusúpan

  • 800 g feitt lambakjöt í bitum
  • 1,6 l vatn
  • 8 stk. nýjar kartöflur
  • 2 stk. rófur
  • 8 stk. gulrætur
  • 40 g þurrkaðar súpujurtir (helst með skessujurt)
  • íslenskt sjávarsalt


Byrjið á að setja lambakjöt og vatn í pott á miðlungshita og bíðið eftir suðu. Á meðan suðan er að koma upp skerið þið nýjar kartöflur í fjóra bita, rófur í 6-8 bita hvora og gulrætur í 6-8 bita. Þegar suðan er komin upp fleytið þið froðuna sem kemur í fyrstu suðu. Bætið í kartöflum, súpujurtum, gulrótum og látið malla í 30 mín, bætið þá rófunum við og sjóðið þar til þær eru orðnar eldaðar í gegn. Smakkið súpuna til með salti.

Gísli Matthías Auðunsson.
Gísli Matthías Auðunsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert