Kjúklingarétturinn sem bráðnar í munni

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er á ferðinni dásamleg kjúklingauppskrift úr smiðju Lindu Ben en hún segir að marineringin sé einstaklega létt og bragðgóð og henti vel fyrir kjúklinginn.

„Kjötið verður alveg einstaklega mjúkt þegar það er marinerað í jógúrt, sérstaklega ef tími gefst til að láta það marinerast vel og lengi.“

Kjúklingur í ítalskri jógúrtmarineringu

  • 8 kjúklingalæri
  • 1½ dl AB-mjólk frá Örnu-mjólkurvörum
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 1 msk. oreganó
  • ½ tsk. basil
  • ½ tsk. timían
  • 1 tsk. sítrónupipar
  • 1 tsk. salt
  • 1/8 tsk. þurrkaður chilí
  • sítróna

Aðferð:

Setjið AB-mjólkina í poka sem rúmar öll kjúklingalærin, pressið hvítlauksgeirana út í og setjið kryddið ofan í pokann, blandið vel saman og bætið kjúklingalærunum út í. Hjúpið kjúklinginn í jógúrt og látið marinerast í a.m.k. klst, gott ef hægt er að láta standa inni í ísskáp yfir nótt.

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Setjið kjúklinginn í eldfast mót og bakið inn í ofni í 35-40 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Ef það fer að myndast mikill vökvi frá kjúklingnum í eldfasta mótinu er gott að taka svolítið af honum með ausu eða skeið.

Skerið niður sítrónuna í sneiðar og raðið í eldfasta mótið.

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert