Leyndardómurinn á bak við hönnun vínflöskunnar

Botninn á vínflöskum er oftar en ekki kúptur - og …
Botninn á vínflöskum er oftar en ekki kúptur - og það er góð ástæða fyrir því. mbl.is/

Hefurðu tekið eftir botninum á vínflösku og hvernig hann er í laginu? Það liggur góð ástæða fyrir útliti flöskunnar sem við afhjúpum hér.

Ef þú hefur einhvern tímann velt því fyrir þér af hverju botninn á vínflöskum er kúptur – þá er ástæðan afar einföld. Sagt er að flaskan haldist stöðugri á borðinu ef botninn er ekki alveg flatur og getur komið í veg fyrir að hún falli um koll.

Ef um freyðivínsflösku er að ræða er sagt að kúptur botn flöskunnar muni halda víninu (eða búblunum) lengur fersku. Og þá vitum við það!

mbl.is