Jólagjöfin fyrir útilegufólkið

Hvað erum við að sjá hérna? Veiðistöng fyrir letingja eða fyrir algjöra snillinga? Sumt er einfaldlega svo furðulegt að það verður hreinasta snilld – og þessi veiðistöng fellur eflaust í síðarnefnda flokkinn.

Hér erum við með einskonar veiðistöng sem þjónar tvennskonar tilgangi, eða að grilla pulsu og sykurpúða með einni og sömu græjunni á sama tíma. Veiðistöngin er framleidd úr dufthúðuðu stáli og með þægilegu viðarhandfangi. Varðeldur og kósíheit breytast í bragðgóða stemningu með þessari græju sem heldur fingrunum í öruggri fjarlægð frá eldinum þegar grillað er. Veiðistöngin kostar um 2.800 krónur og fæst HÉR.

Snilldar veiðistöng fyrir sælkerasálir.
Snilldar veiðistöng fyrir sælkerasálir. Mbl.is/uncommongoods.com
Með stönginni getur þú grillað pulsu og sykurpúða á einu …
Með stönginni getur þú grillað pulsu og sykurpúða á einu bretti. Mbl.is/uncommongoods.com
Mbl.is/uncommongoods.com
mbl.is