Margir veitingastaðir munu ekki opna aftur

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda hafa gert það að verkum að rekstrarforsendur fyrirtækja í veitingarekstri eru algerlega brostnar að mati nýrra Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV).

Fjöldamörgum veitingastöðum hafi nú þegar verið lokað og útséð um að margir þeirra muni opna aftur. Mikils samdráttar hafi einnig gætt hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í heimsendingum.

Þetta kemur fram í umsögn SFV til efnahags- og viðskiptanefndar við frumvarp um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna veirufaraldursins.

Fram kemur að á fjórða tug fyrirtækja með um fjögur þúsund starfsmenn séu innan samtakanna, sem til standi að skrá formlega á næstu vikum. Vísað er í greiningarskýrslu sem KPMG vann fyrir SFV þar sem fram komi að staða veitingamarkaðarins í upphafi yfirstandandi árs og áður en faraldur kórónuveirunnar reið yfir hafi þá þegar verið orðin grafalvarleg. Greinin sé þjökuð af stórfelldum launahækkunum undanfarinna ára.

Í yfirstandandi faraldri standi engin áhrifarík úrræði stjórnvalda til boða, hlutabótaleiðin nýtist veitingamarkaðinum aðeins að takmörkuðu leyti, og ljóst sé að bregðast þurfi skjótt við ,,til að forðast fjöldagjaldþrot og stórkostlegan atvinnumissi í greininni,“ eins og segir í umsögninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert