Frískandi gindrykkur með brómberjum

Svalandi gin drykkur með ferskum brómberjum.
Svalandi gin drykkur með ferskum brómberjum. mbl.is/Getty Images

Hér bjóðum við upp á frískandi gindrykk með brómberjum, sem jafnast næstum á við kokteil – svo góður er hann.

Frískandi gindrykkur með brómberjum

 • 2 hlutar gin
 • 1 hluti Rose's-grenadín
 • 1 hluti nýpressaður sítrónusafi
 • 1 tsk reyrsykur (hrásykur)
 • sódavatn
 • ísmolar
 • brómber

Aðferð:

 1. Fyllið glasið til helminga með muldum ísmolum.
 2. Hellið gini, grenadíni, sítrónusafa og sykri yfir ísmolana og hrærið vel í.
 3. Fyllið upp með sódavatni og setjið aukaísmola ef þarf.
 4. Skreytið með ferskum brómberjum og berið fram.
mbl.is