Ástin kviknaði í bílalúgu

Olræt  það eru margar furðusögurnar sem heyrast en þessi toppar ansi margar. Kona nokkur sem er útibússtjóri á Dunkin'-stað í Bandaríkjunum gifti sig á dögunum en mannsefninu kynntist hún þegar hún afgreiddi hann í bílalúgu.

Það var þó ekki ást við fyrstu sýn því kappinn kom daglega og keypti alltaf það sama á sama tíma. Smám saman fóru þau að spjalla og úr varð að þau fóru á alvörustefnumót. Löngu síðar var skellt í brúðkaup og þá fannst þeim einstaklega viðeigandi að gifta sig þar sem þau kynntust.

Gestir veitingastaðirns fengu ókeypis kleinuhring í tilefni dagsins og allir voru himinsælir  þá ekki síst brúðhjónin.

mbl.is