Heimagerður jólasnafs

Heimagerður jólasnafs með kanil og negul. Fullkomið fyrir jólin sem …
Heimagerður jólasnafs með kanil og negul. Fullkomið fyrir jólin sem eru handan við hornið. mbl.is/Getty Images

Það er ekki seinna vænna að byrja að blanda jólasnafsinn sem þarf í það minnsta mánuð til að taka sig. Hér færðu tvær uppskriftir sem þykja afbragðsgóðar – því ekkert jafnast á við heimagerðan snafs sem ilmar af jólunum.

Heimagerðir jólasnafsar (þurfa einn mánuð til að taka sig)

Snafs með kanil og negul

 • 1 flaska vodka
 • 1 dl fljótandi hunang
 • 2 stjörnuanis
 • 10 negulnaglar
 • 2 kanilstangir
 • 1 vanillustöng
 • börkur af einni appelsínu (fyrir utan hvíta hlutann)

Aðferð:

 1. Setjið allt hráefnin í glerílát og hellið vodkanum yfir.
 2. Látið blönduna taka sig í tvær vikur áður en þú smakkar á snafsinum. Þú gætir þurft að láta blönduna standa í eina eða tvær vikur til viðbótar.
 3. Síið öll hráefnin í gegnum hreinan klút og hellið snafsinum í flösku. Skreytið með appelsínuberki ef vill.

Snafs með með chilí og sítrónu

 • 1 flaska vodka
 • 1 sterkt chilí, fræhreinsað
 • börkur af tveimur sítrónum (passið að nota ekki hvíta hlutann þar sem hann gerir drykkinn rammann)

Aðferð:

 1. Setjið chili og sítrónubörk í flösku og hellið vodkanum yfir.
 2. Látið snafsinn taka sig í nokkra daga og smakkið þá til, þar sem chilí-ið getur orðið svolítið sterkt.
 3. Þegar þú ert ánægður með bragðið hellirðu snafsinum í gegnum fína síu og í hreina flösku.
 4. Smakkið til með hunangi ef ykkur finnst vanta sætuna og skreytið með ferskum sítrónuberki og látið standa.
Snafs með sítrónukeim og chili er einstaklega bragðgóður.
Snafs með sítrónukeim og chili er einstaklega bragðgóður. mbl.is/Getty Images
mbl.is