Marengstoppar sem bakast yfir nóttina

Marengstoppar sem bakast í ofni yfir nótt.
Marengstoppar sem bakast í ofni yfir nótt. mbl.is/Laura Abernethy

Það jafnast ekkert á við að vakna einn kaldan skammdegismorgun við nýbakaðar smákökur í ofninum. Því þessar kökur bakast á meðan þú sefur! Hér eru marengstoppar með hnetu- og súkkulaðifyllingu.

Marengstoppar sem bakast yfir nóttina

  • 2 eggjahvítur
  • 120 g sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 150 g hnetur, súkkulaði eða það sem hugurinn girnist. Í þessari uppskrift eru pistasíuhnetur og hvítt súkkulaði.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Pískið eggjahvíturnar stífar og setjið sykurinn smátt og smátt út í á meðan þið þeytið.
  3. Saxið hnetur og súkkulaði í skál og blandið vanilludropunum saman við. Setjið blönduna varlega saman við til að loftið fari ekki úr marengsblöndunni.
  4. Setjið kúfaðar matskeiðar af deiginu á bökunarpappír á bökunarplötu.
  5. Setjið bökunarplötuna inn í heitan ofninn og slökkvið á ofninum. Látið deigið bakast inni í heitum ofninum yfir nótt á meðan hann kólnar.
  6. Kökurnar geymast í allt að þrjá daga.
Hnetur, súkkulaði eða það sem hugurinn girnist. Í þessari uppskrift …
Hnetur, súkkulaði eða það sem hugurinn girnist. Í þessari uppskrift er notast við pistasíu hnetur og hvítt súkkulaði. mbl.is/Laura Abernethy
mbl.is/Laura Abernethy
mbl.is