Tilkynntu um óléttuna með graskeri

Graskerið sem sló í gegn á hrekkjavökunni - þegar par …
Graskerið sem sló í gegn á hrekkjavökunni - þegar par tilkynnti að þau ættu von á ððru barni. Mbl.is/ Katie Wilson / SWNS.COM

Það er ekki allt draugalegt og hryllingur við hrekkjavökuhátíðina – því sumir hafa gengið skrefinu lengra og fagnað góðum fréttum með graskeri.

Þegar Katie Wilson uppgötvaði að hún væri ólétt vildu hún og maðurinn hennar koma fjölskyldunni á óvart og tilkynna fréttirnar á öðruvísi máta. Þau vissu jafnframt að þau gætu ekki sagt öllum persónulega frá fréttunum vegna takmarkana út af Covid. Því var ákveðið að fá listamann til að skera út lítið fóstur í grasker. Síðan fengu þau tveggja ára gamlan son sinn til að fara í búning og sitja ofan á graskerinu – þá myndi fólk halda að um krúttlega hrekkjavökumynd væri að ræða, en þegar betur var að gáð var þetta lúmsk tilkynning. Katie sagði í samtali að viðbrögðin hefðu verið gífurleg frá fjölskyldunni og vel þess virði.

Listamaðurinn sem skar út graskerið segist aldrei hafa fengið eins fallega og sérstaka bón áður og hafi elskað ferlið í kringum það.

Stóri bróðurinn sem er tveggja ára, var látinn sitja fyrir …
Stóri bróðurinn sem er tveggja ára, var látinn sitja fyrir á mynd sem blekkti marga um stund. Mbl.is/ Katie Wilson / SWNS.COM
mbl.is