Nýjar kræsingar frá sælkeradrottningunni Ellu

Ella Woodward
Ella Woodward

Ella Woodward er í uppáhaldi hjá mörgum enda sameinar hún ansi marga kosti sem telja má álitlega. Þannig er hún afburða flink að búa til góðan mat, umpólaði eigin heilsu til hins betra eftir að hafa verið illa haldin, er ótrúlega sjarmerandi og skemmtileg og hefur leyft okkur aðdáendum hennar að fylgja henni allt frá því hún stofnaði bloggsíðu á stúdentagörðunum í kjölfar þess að hún tók mataræði sitt í gegn.

Síðan eru liðin mörg ár og háskólastúdentinn Ella er orðin stórstjarna á matvælasviðinu. Vörur frá henni þykja einstaklega vandaðar og bragðgóðar en eitt af borðorðum Ellu er að maturinn verði að vera góður fyrir þig. Hún rekur litla sælkeraverslun í Bretlandi en vörur hennar eru fáanlegar í verslunum víða um heim. Hún gefur út bækur, er meðuppskriftaapp og er meira að segja með jógakennslu á vefsíðunni sinni DeliciouslyElla.com.

Þær gleðifregnir berast nú úr herbúðum Ellu að nýjar sælkeravörur séu væntanlegar í verslanir hér á landi og hér er ekki verið að tala um neinn hversdagsmat. Um er að ræða tilbúna eftirrétti auk epla- og brómberjamulnings (e. crumble) sem ætti að æra óstöðuga. Það ættu því margir að gleðjast við þessi tíðindi enda fátt þægilegra en að geta smellt tilbúnum eftirrétti á matborðið, sem vill svo skemmtilega til að er bráðhollur.

Nú færðu Deliciously Ella vörulínuna í Hagkaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »