Sjónvarpsstjarna gefur út matreiðslubók

Modern Family sjónvarpsstjarnan, Jesse Tyler Ferguson, gefur út sína fyrstu …
Modern Family sjónvarpsstjarnan, Jesse Tyler Ferguson, gefur út sína fyrstu matreiðslubók. Mbl.is/Andrew Toth/Getty

Modern Family-sjónvarpsstjarnan Jesse Tyler Ferguson gefur út sína fyrstu matreiðslubók. Leikarinn hefur eytt síðustu árum í að skrifa „Food Between Friends“ ásamt rithöfundinum Julie Tanous.

Julie Tanous er matgæðingur með meiru  þekkt fyrir að þróa áfram nýjar uppskriftir og skrifar alla jafna um mat. Jesse og Julie hafa deilt ástríðu sinni á matargerð á sameiginlegri instagramsíðu sinni, Foodbetweenfriends. Þau segjast vera „makar“ í eldhúsinu og loksins gefi þau út bók saman. Bók sem er stútfull af ljúffengum uppskriftum, en jafnframt skemmtileg, og með góða innsýn í þeirra einstöku vináttu og fjölskyldulíf.

Bókin mun innihalda allt frá fjölskylduvænum uppskriftum yfir í fína eftirrétti. Tvíeykið hefur smátt og smátt verið að deila sýnishornum úr bókinni á instagram. Þau segja jafnframt að vinátta þeirra og þetta ferðalag á bak við eldavélina hafi kennt þeim heilmikið og ýtt þeim þar af leiðandi út í bókarskrif.

Mbl.is/Penguin Random House
mbl.is