Sjálfbær snilld fyrir samlokuna þína

Fjölnota vaxklútar frá Bee´s Wrap undir nestið þitt.
Fjölnota vaxklútar frá Bee´s Wrap undir nestið þitt. Mbl.is/Bee´s Wrap

Við rákumst á þennan sjálbæra og náttúrlega kost í stað matarfilmu – en þessir klútar eru ekki bara hreinasta snilld, heldur líka svakalega krúttlegir.

Fjölnota vaxklútarnir frá Bee´s Wrap, pakka ekki bara inn nestinu þínu, því þú getur geymt ost, brauð, ávexti og grænmeti án nokkurrar vankvæða. Klútarnir koma frá Vermont í Bandaríkjunum og hafa verið í framleiðslu frá árinu 2012, og þá hlotið ýmsar vottanir á sinni lífsleið. En klútarnir eru framleiddir úr GOTS vottaðrii og lífrænni bómull, sjálfbæru uppskornu bývaxi, lífrænni jojoba olíu og trjákvoðu.

Það allra fallegasta við klútana er að á þeim er lítil viðartala og band sem heldur pappírnum saman eftir að hafa pakkað matvörunni inn. Bee´s Wrap klútarnir fást í versluninni Kokku.

Mbl.is/Bee´s Wrap
Lítil viðartala heldur bandinu og klútnum saman.
Lítil viðartala heldur bandinu og klútnum saman. Mbl.is/Bee´s Wrap
mbl.is