Forskot á jólahreingerninguna: Fimm atriði sem bæta lífið

Á degi sem þessum er kjörið að taka klukkutíma eða svo til að vinna sér í haginn fyrir hátíðarnar og þrífa það sem sjaldan er þrifið. Þið munuð upplifa sanna gleði og mögulega aukna lífsgleði að verkinu loknu enda eldhúsið töluvert hreinna en það var í gær. 

1. Skápurinn undir vaskinum: Oftar en ekki gleymist að þrífa þennan skáp sem verður oftar en ekki sannkallaður draslskápur. Rífðu allt út úr honum. Þrífðu hann að innan og raðaðu svo inn í rólegheitunum. Tekur ekki langan tíma en lífið verður betra. 

2. Sorteraðu áhaldaskúffuna: Það eru meiriháttar líkur á því að áhaldaskúffan þín sé í tómu tjóni og innihaldi mögulega alltof mikið af alls konar dóti sem þú ert löngu hætt/ur að nota. 

3. Pússaðu silfrið: Ekki vinsælt verk en þetta er akkúrrat dagurinn til þess. 

4. Raðaðu í kryddskápinn: Mögulega (og sennilega mjög líklega) er slatti af gömlu kryddi sem hefur fylgt þér í áraraðir. Raðaðu upp á nýtt og fáðu yfirsýn yfir krydd-fjársjóðinn þinn. 

5. Þrífðu vaskinn: Það er gott að þrífa vaskinn almennilega við og við. Skrúbbaðu hann vel að innan og sjáðu muninn. Sum ykkar þrífa hann vissulega reglulega en líkur eru á að einhverjir þarna úti lumi á vöskum sem veitti ekki af góðu skrúbbi.

mbl.is