Svona þværðu gluggana eftir að farið er að frysta

Það er engin ástæða til að búa við skítuga glugga þó að vetrarmánuðirnir séu gengnir í garð. Það getur þó verið erfitt og þreytandi að pússa glerið að utan þegar vatnið frýs um leið og það sest á rúðuna.

Svona færðu hreina glugga þrátt fyrir að farið sé að frysta:

Blandaðu sjálfur

Veldu sólskinsdag: Við viljum helst ekki þrífa gluggana undir sólinni á sumrin en á veturna er það í góðu lagi því hún vermir okkur örlítið og kemur í veg fyrir að sápan frjósi á núll-einni.

Notaðu heitt vatn og spritt
Það er alltaf góð hugmynd að blanda sjálfur sína þrifblöndu – það kostar minna og er umhverfisvænna en þessi búðarkeyptu efni. Blandaðu saman heitu vatni og ediki í bala eða fötu og settu því næst smávegis af spritti út í blönduna. Þannig kemur þú í veg fyrir að sápuvatnið verði strax kalt og vatnið frjósi samstundis á glerinu, áður en þú nærð að skafa það af.

Þurrar rúður
Síðast en ekki síst er mikilvægt að þú þurrkir rúðurnar vel eftir að hafa þvegið þær til að koma í veg fyrir að eitthvert sápuvatn sitji eftir og frjósi á glerinu.

mbl.is