Sérsmiðaðir stólar í menningarhúsi

Ný stólahönnun fyrir menningarhúsið í Stokkhólmi.
Ný stólahönnun fyrir menningarhúsið í Stokkhólmi. Mbl.is/Swedese

Í Stokkhólmi má finna Kulturhuset, menningarhús sem opnað var fyrir almenningi á áttunda áratug síðustu aldar og geymir kaffihús með sérstakri stólahönnun.

Byggingin hefur verið ein frægasta og mest heimsótta bygging Svíþjóðar í áratugi, en glerbygginguna hannaði hinn heimsfrægi arkitekt Peter Celsing og geymir hún fjölsótt kaffihús á fyrstu hæð. Nú hafa miklar endurbætur átt sér stað í húsinu og eitt af verkefnunum var að lífga upp á kaffihúsið.

Innanhússarkitektarnir Maria Anantyr og Clara Lindencrona hjá Ahrbom & Partner sáu alfarið um breytingarnar og segjast hafa sótt innblástur til Peters Celsings hvað varðar liti og annað. Þær vildu stólahönnun sem myndi tengjast arkitektúr hússins, en fundu þvi miður enga sem hentaði. Því ákváðu þær að hanna stólinn sjálfar. Þær leituðu til sænska húsgagnaframleiðandans Swedese, sem tók vel í hugmyndina og þróaði með þeim stólinn.

Þetta samstarf varð að einstökum stól fyrir Kulturhuset, og er stóllinn aðeins til í 40 eintökum. Hönnun hans minnir á tvo aðra klassíska stóla og rauða litinn má finna víða í byggingunni, sem Peter Celsing þróaði á sínum tíma. Hér mætast því nútíð og fortíð á stærsta menningarsamkomustað Stokkhólms.

Stólarnir eru framleiddir af Swedese og eru táknrænir fyrir arkitektúrinn …
Stólarnir eru framleiddir af Swedese og eru táknrænir fyrir arkitektúrinn sem fyrir er á staðnum. Mbl.is/Swedese
Kaffihúsið í Kulturhuset er eitt fjölsóttasta kaffihús Stokkhólms.
Kaffihúsið í Kulturhuset er eitt fjölsóttasta kaffihús Stokkhólms. Mbl.is/Swedese
Mbl.is/Swedese
mbl.is