Þess vegna skaltu setja hrísgrjón inn í fataskáp

Hrísgrjón eru frábær í húsverkin.
Hrísgrjón eru frábær í húsverkin. mbl.is/

Þetta hljómar kannski undarlega, að setja hrísgrjón inn í fataskáp. En það er mjög góð ástæða fyrir því að ósoðin grjón eigi að fá pláss í skápnum þínum heima.

Hrísgrjón eru miklu meira en bara matur, og geta komið að góðu gagni þegar þau eru ósoðin. Þú hefur eflaust heyrt af því að sumir setja hrísgrjón í saltbaukinn, og eins er það venja að setja raftæki saman við ósoðin grjón ef tækin hafa orðið fyrir vatnsskaða. Ástæðan er sú að hrísgrjón draga í sig raka frá umhverfinu.

Ef þú átt í vandræðum með að fötin í skápnum byrji að lykta eða raki myndast, þá færðu hér náttúrulega rakavörn til að setja í skápinn. Blandan kemur ekki aðeins í veg fyrir raka og myglu – heldur lætur fötin einnig lykta frábærlega.

  1. Taktu fram skál eða sultukrukku.
  2. Settu 2 dl af hvítum hrísgrjónum í skálina. Það þykir betra að nota hvít hrísgrjón þar sem brún hafa styttri líftíma.
  3. Settu 2-5 dropa af ilmolíu að eigin vali saman við grjónin.
  4. Leggðu þunnan klút yfir skálina og haltu klútnum föstum með teygju eða bandi.
  5. Settu skálina inn í skáp og láttu hrísgrjónin draga í sig rakann – og leyfðu ilminum að leika um fötin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert