Dásemdarsnúðar að dönskum hætti

Það er eldhúsgyðjan María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn af uppskriftinni og hún segir þessa snúða vera með þeim betri sem hún hafi bakað. Það er því fátt annað að gera en að draga fram hrærivélina og skella í nýbakaða snúða.

Danskir kanilsnúðar

Snúðadeig

 • 35 g pressuger (fæst í mjólkurkæli verslana)
 • 3 dl ylvolg nýmjólk
 • 1 msk. sykur
 • 1 tsk. kardimommur (hægt að nota í duftformi eða kardimommudropa)
 • 1 tsk. vanilluextrakt eða vanilludropar
 • 1 dl grísk jógúrt
 • 1 egg
 • 150 g Bertolli-smjör
 • 1 tsk. fínt borðsalt
 • 650 g hveiti

Fylling

 • 175 g Bertolli-smjör
 • 3 msk. kanill
 • 50 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 1 msk. kartöflumjöl

Annað

 • 1 egg til penslunar

Snúðadeig

 1. Byrjið á að velgja mjólkina í skál í örbylgjuofni svo hún sé ylvolg.
 2. Setjið næst sykur, vanilludropa, kardimommur og ger út í hana og látið standa í 5 mín. eða lengur.
 3. Bætið svo grískri jógúrt og eggi út í og hrærið vel saman með gaffli eða písk.
 4. Setjið svo helming af hveiti eða 325 g og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman létt.
 5. Stillið nú á hnoð með króknum og hellið blautefnunum út í hrærivélarskálina með hveitinu.
 6. Bætið smjörinu smátt og smátt við meðan deigið blandast en hér er það mjög blautt.
 7. Nú má bæta rest af hveitinu við eða hinum 325 g og hnoða í eins og 3-5 mínútur eða þar til deigið er búið að hringa sig um krókinn.
 8. Látið hefast á volgum stað, best í gluggakistu yfir miðstöðvarofni í eina klst.

Fyllingin

 1. Hrærið smjörið upp og bætið svo kanil og sykri saman við ásamt kartöflumjölinu og hrærið allt vel saman og leggið til hliðar.

Snúðagerð

 1. Skiptið deiginu í þrjá jafna hluta.
 2. Fletjið svo hvern þeirra út í þunnan ferning eða eins og ca A4-blað að stærð.
 3. Smyrjið þunnu lagi af fyllingu yfir allt deigið, passið að hún skiptist jafnt á þrjá deighluta.
 4. Svo í stað þess að rúlla upp eins og með hefðbundna kanilsnúða legg ég deigið bara inn að næstum miðju og svo þannig aftur svo það sé svona flatt.
 5. Skerið í snúða og raðið á bökunarplötu.
 6. Megið leyfa þeim að hefast aftur undir stykki í 10 mín. en þarf ekki.
 7. Penslið svo með hrærðu eggi.
 8. Bakist við 200°C blástur í 15-17 mínútur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »