Fáðu uppáhalds veitingastaðinn heim til þín

Of gott til að vera satt kann margur að segja en þetta er engu að síður í boði þar sem nýtt fyrirtæki, Private Dining, býður nú viðskipta vinum að fá kokka og þjóna í heimahús af mörgum af þekktustu veitingastöðum landsins þar sem eldað er fyrir viðskiptavini og þeim þjónað til borðs.

Matreiðslumaður mætir um klukkutíma áður en gestirnir mæta og byrjar að elda. Þjónn leggur á borð, ber fram matinn, lýsir réttunum og sér til þess að fullkomna upplifunina. Til að toppa herlegheitin er gengið frá eldhúsinu og matarborðinu þannig að ekki þarf að hafa neinar áhyggjur og gestgjafinn getur notið kvöldsins með gestunum. Að auki notar starfsfólk grímur og hanska og gætt er vel að öllum sóttvörnum.

Ljóst er að hér er kominn spennandi kostur fyrir matgæðinga sem ekki hefur verið í boði hingað til.

Heimasíða Private Dining er privatedining.is.

Veitingastaðir í boði:

 • Duck & Rose
 • Fiskmarkaðurinn
 • Forréttabarinn
 • Grillmarkaðurinn
 • Kol Restaurant
 • Matarkjallarinn
 • PÜNK RVK 
 • Reykjavík Meat
 • ROK
 • Sjáland
 • Skál
 • Snaps
 • Steikhúsið 
 • Sumac

 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »