Nýtt jólanammi slær í gegn

Piparkökukúlur kallast þær og eru það heitasta heitt í sælgætisgeiranum um þessar mundir. Um er að ræða piparkökur sem búið er að hjúpa með dökku, hvítu eða hefðbundnu súkkulaði og útkoman er alvarlega ávanabindandi.

Piparkökukúlurnar hafa fengið frábærar viðtökur að sögn forsvarsmanna Til hamingju en sérfræðingar í sælgætismálum (sem eru þó nokkrir hér á landi) segjast vart muna viðlíka viðtökur á sælgæti.

Eins og einn viðmælanda matarvefjarins hafði á orði smakkast piparkökukúlurnar eins og jólin og skyldi því enginn undrast vinsældir þeirra enda landsmenn farnir að þrá aðventuna með öllum sínum kósíheitum og góðgæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »