Ostakaka sem bragðast eins og jólin

Ostakaka sem þú verður að borða yfir aðventuna.
Ostakaka sem þú verður að borða yfir aðventuna. mbl.is/Bobedre_©Morten Andersen

Nú drögum við að okkur allt sem minnir á jólin, og þar með talið girnilegar ostakökur sem smakkast eins og aðventan sem er rétt handan við hornið.

Ostakaka sem bragðast eins og jólin

Kexbotn

 • 100 g hafrakex (digestive)
 • ½ tsk kanill
 • 200 g smjör
 • 250 pipardropar

Kanil-rjómaostskrem

 • 1 tsk kanill
 • 2,5 dl rjómi
 • 2 tsk. raspaður límónubörkur
 • 100 g flórsykur
 • 400 g rjómaostur

Kirsuberjagel

 • 250 g kirsuberjasósa
 • 3 tsk. matarlím
 • 1 dl vatn

Aðferð:

Kexbotn

 1. Setjið kexið í poka og myljið.
 2. Bræðið smjörið á vægum hita og hrærið saman við kexið.
 3. Setjið blönduna í smelluform og látið kólna í forminu.

Kanil-rjómaostskrem

 1. Leggið 4 matarlímsblöð í bleyti í 5 mínútur.
 2. Pískið rjómaostinn saman við kanil, flórsykur og raspaðan límónubörk.
 3. Þeytið rjómann. Bræðið matarlímið í eitt augnablik í litlum potti og blandið svo saman við rjómaostsblönduna. Blandið því næst þeytta rjómanum saman við.
 4. Dreifið kreminu ofan á kexbotninn.
 5. Setjið kökuna inn í ísskáp, til að kremið nái að festa sig.

Kirsuberjagel

 1. Leggið þrjú matarlímsblöð í vatn í 5 mínútur.
 2. Hitið kirsuberjasósuna með 1 dl af vatni í potti.
 3. Setjð matarlímsblöðin í sósuna og látið bráðna. Leyfið sósunni að kólna örlítið og hellið þá yfir kalt ostakremið á kökunni. Setjið inn í kæli.
 4. Berið fram með söxuðum ristuðum möndlum og jafnvel síuðum flórsykri.

 Uppskrift: Bobedre

mbl.is