Græjan sem fagurkerar elska

Stílhrein græja sem saxar kryddjurtirnar þínar frá Eva Solo.
Stílhrein græja sem saxar kryddjurtirnar þínar frá Eva Solo. Mbl.is/Eva Solo

Nú þurfa fagurkerar landsins að taka eftir, því þessi græja er ekki bara stílhrein og flott heldur líka umhverfisvæn – sem gerir vöruna enn eftirsóttari.

Nú getur þú malað kryddið þitt með einföldum snúningi með glæstri vöru frá framleiðandanum Eva Solo. Kryddið safnast fyrir í undirskálinni og er tilbúið til notkunar á augabragði. Lífrænt form vörunnar veitir þægilegt grip sem skiptir einnig höfuðmáli.

„Minna plast og meira bragð í eldhúsið,“ segir Eva Solo um vöruna. Þetta er bara eitt af þeim verkfærum sem finna má í hagnýtri og sjálfbærri vörulínu frá fyrirtækinu – því pítsuskeri, sítruspressa, sax og buffpressa eru á meðal þess sem við sjáum. Handföngin á öllum vörunum eru framleidd úr sjálfbæru efni, þar á meðal hveititrefjum. Þessi nýju verkfæri eru því kærkomin viðbót fyrir grænan lífsstíl í eldhúsið og einnig flott framlag til nýrra sjálfbærra framleiðsluhátta. Það má skoða vörurnar nánar HÉR.

Mbl.is/Eva Solo
mbl.is