Opnar kökubúð og kampavínskaffihús í Smáralind

Eva María Hallgrímsdóttir stendur í ströngu þessa dagana við að …
Eva María Hallgrímsdóttir stendur í ströngu þessa dagana við að opna kökubúð og kampavínskaffihús í Smáralindinni í byrjun desember.

Þær stórfréttir berast að kökuhimnaríkið Sætar Syndir séu að opna útibú í Smáralindinni þar sem hægt verður að kaupa dásemdirnar frá þeim. 

Jafnframt verður opnað kaffihús með sem verður með þeim vandaðri á landinu enda boðið upp á kampavín og kökur. 

Að sögn Evu Maríu Hallgrímsdóttur, eiganda Sætra Syndir, er mikil tilhlökkun yfir opnunni en ætlunin sé að bæta við öðru útibúi með aðeins öðruvísi áherslum. 

„Þetta verður kökubúð þar sem hægt verður að kaupa tilbúnar kökur, bollakökur, makkarónur, sörur, konfekt og alls konar góðgæti. Svo verðum við líka með dásamlega fallega og kósý aðstöðu þar sem hægt verður að setjast niður í ró og næði og gæða sér meðal annars á makkarónum, high tea, ostakökum og alls konar og njóta þess að fá sér Möet, góðan bjór og á aðventunni verðum við með jólaglögg. Hugsað sem notalegt kaffihús þar sem hægt verður að hvíla lappirnir milli innkaupa. Eiga notalega fundi eða vinahittinga,” seigr Eva María og ljóst er að gourmet naggar þessa lands eiga frábæra aðventu í vændum. 

Eva María stendur í ströngu þessa dagana enda á fullu við að útvega tilskilin leyfi og útbúa nýju búðina og kaffihúsið. Fyrir þá sem hafa á huga á að fylgjast með ferlinu er hægt að fylgja Sætum syndum á Instagram HÉR.

Glæsilegar veitingar verða á boðstólnum á kaffihúsinu eins og viðskiptavinir …
Glæsilegar veitingar verða á boðstólnum á kaffihúsinu eins og viðskiptavinir Sætra Synda eiga að venjast.
Þetta dásamlega kirsuberjatré er meðal þess sem mun prýða kampavínskaffihúsið.
Þetta dásamlega kirsuberjatré er meðal þess sem mun prýða kampavínskaffihúsið.
Eva María Hallgrímsdóttir.
Eva María Hallgrímsdóttir.
mbl.is